side-area-logo

Sano-Vac – Dýnuhreinsun

SanoVac

Dýnur og bólstruð húsgögn

SanoVac-kerfið útrýmir á öruggan hátt rykmaurum, gerlum, veirum, frjókornum, myglu og sveppagróum, auk fjölda annarra skaðlegra mengunarefna sem finnast í dýnum og bólstruðum hlutum sem og á hörðum, ógropnum flötum sem finna má á heimilum, hótelum og í ýmiss konar húsnæði með fjölda rúma.

      

Grunnnálgun

Virkni SanoVac þrifa og sótthreinsunarmeðferðar fyrir rúmdýnur hefur verið staðfest með vísindalegum aðferðum. Hún er náttúruleg og þurr meðferð, án kemískra efna, sem fjarlægir og drepur rykmaura, gerla, algengar veirur, myglu og sveppagró og aðra mengunarvalda sem leynast í dýnum.

 

Aðferðin

Þetta er aðferð sem truflar hvorki heimilislíf né starfsemi fyrirtækja og nota má til að sótthreinsa dýnur eða bólstruð húsgögn á árangursríkan hátt óháð aldri þeirra, stærð eða útliti. Ferlið sem við höfum þróað er í raun útfærsla á sömu sýklaeyðandi hreinsunaraðferðum með UVC-ljósi og heilbrigðisstéttir hafa notað í mörg ár.

Starfsfólk okkar fær öfluga þjálfun í beitingu búnaðarins og eru aðferðir okkar við sótthreinsun samræmdar stöðlum hjá ýmsum stofnunum á sviði heilbrigðismála.

10 staðreyndir um rykmaura og dýnur

 • Dæmigerður rykmaur framleiðir 200-falda líkamsþyngd sína í saur á venjulegum líftíma
 • Rykmaurinn er örsmár og ósýnilegur með berum augum
 • Rykmaur lifir í 60 til 150 daga
 • En kvendýrið lifir mun lengur en karldýrið
 • Kvenkyns rykmaur leggur um 300 egg á lífsleiðinni
 • Rykmaurinn á engan náttúrulegan óvin
 • Gramm af ryki inniheldur venjulega 2500 rykmaura
 • Mannslíkaminn losar sig við um 2 kg af húð á ári
 • Hver einstaklingur eyðir þriðjungi ævinnar sofandi á dýnu
 • Rykmaurar og saur þeirra er ein helsta orsök ofnæmis