UM SANONDAF ICELAND
Við skiljum mikilvægi sótthreinsunar á vinnustöðum
Starfsfólk vinnur yfirleitt í mikilli nánd við hvert annað á vinnustöðum og oft í lokuðum rýmum. Það deilir sömu tækjum, notar t.d. sömu kaffivélina, sömu tölvuna og þess háttar.
Þetta eykur hættuna á smiti á sjúkdómum milli fólks. Það leiðir til þess að veikindadagar verða fleiri en annars væri eðlilegt.
Nú geta fyrirtækjaeigendur brugðist við með reglulegum sótthreinsunum og sýnt í leiðinni starfsfólki sínu að þeim sé annt um heilsu þess. Samstarf við Sanondaf er yfirlýsing um umhyggju fyrir starfsfólki þínu.
Sanondaf Iceland býður sótthreinsun bæði í stökum heimsóknum og í reglulegri áskrift
Sótthreinsiþjónusta eftir sýkingar og slys.
Sanondaf býður örugga sótthreinsun eftir sýkingar og slys í fyrirtækjum, stofnunum og heimahúsum. Útkallsþjónusta okkar er opinn allan sólarhringinn – sími 781 6363 eða sanondaf@bgt.is
Sanondaf er einnig með neyðarþjónustu (sérstakur neyðarbíll) vegna hópferðabifreiða, leigubifreiða ofl. Neyðarbíll Sanondaf er útbúin sérstakri rafstöð þannig að ekki þarf að komast í rafmagn til að veita sótthreinsiþjónustu.
Önnur neyðarsótthreinsiþjónusta sem Sanondaf veitir er t.d. vegna stærri smita (outbreak) t.d. á stærri vinnustöðum, skólum, skipum, verslunarmiðstöðum, almenningssamgöngum ofl.
Heimaþjónusta Sanondaf
Sanondaf Iceland sér um sótthreinsun á heimilum. Við getum sótthreinsað hluta af heimilinu eða allt heimilið allt eftir þörfum hvers og eins.
Heimaþjónusta Sanondaf er fljótleg og örugg leið til að gera heimilið þitt heilsusamlegra þannig að þú getir notið þess að vera heima hjá þér.
Enfremur sér Sanondaf um hreingerningar og sótthreinsun í heimahúsum þar sem mygla hefur komið upp.
Sanondaf Iceland býður sótthreinsun og hreingerningar bæði í stökum heimsóknum og í reglulegri áskrift.
Örugg þjónusta fagmanna sem þú getur treyst.