Þegar einhver vinnufélaginn fær flensuna er okkur efst í huga að forðast veikindin sjálf. Þá er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að veiran getur lifað í heilan sólarhring á yfirborði sem hún hefur smitast á. Smitnæmir sjúkdómar á borð við flensu berast auðveldlega manna á milli í þröngu rými eins og á skrifstofum.
Góð leið til þess að verja starfsmenn þína er að leita til Sanondaf sem sérhæfir sig í sótthreinsun vinnustaða. Á hverjum degi snerta margir á skrifstofunni hluti á borð við ljósritunarvélar og borðplötur þar sem flensuveiran getur leynst án þess að nokkur geri sér grein fyrir því. Hún getur líka lifað af klukkustundum saman í örsmáum dropum sem svífa í loftinu, eða þeyst allt að tvo metra út í loftið þegar einhver hnerrar. Þannig getur hún dreifst um allt vinnurýmið.