side-area-logo

Viðskiptavinir

Sjúkrahús

Í Evrópu verða nálægt 100.000 dauðsföll árlega vegna sýkinga sem koma upp eftir að fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir. Stærð og flókin uppbygging sjúkrastofnana veldur því að erfitt er að ná fram viðunandi sótthreinsun. Oftast vinna heilbrigðisstarfsmenn á vöktum og annast fjölda sjúklinga daglega, en við það aukast líkurnar á að sýkingar dreifi sér.

Sjúkrahús og sjúkradeildir • Slysa- og bráðamóttaka • Móttökur og biðstofur • Stofur sem notaðar eru fyrir og eftir aðgerð • Skurðstofur • Vörugeymslur

Læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk

Læknar og hjúkrunarfræðingar hitta fjölda sjúklinga dag hvern. Sjúklingarnir sýna ekki allir einkenni sýkingar þegar þeir eru skoðaðir og því er mikilvægt að allt sé gert til að fyrirbyggja dreifingu smits, allt frá handþvotti til reglubundinna þrifa og sótthreinsunar á búnaði og móttöku- og skoðunarrýmum.

Móttaka • Biðstofur • Búnaður • Salerni • Skrifstofur

Dvalarheimili

Starfsmenn fara milli herbergja til þess að annast um íbúa og nota ýmis tæki og búnað í starfi sínu. Mikilvægt er að vel sé staðið að sótthreinsun vegna þess að fólk sem dvelst á slíkum stofnunum getur haft veiklað ónæmiskerfi. Oft gefst stuttur tími til að þrífa áður en nýir íbúar flytja inn í herbergi.

Dvalarheimili • Endurhæfingarstofnanir • Þjónustumiðstöðvar • Sambýli • Starfsmannaaðstaða• Allur búnaður og tæki • Skrifstofur

Skólar og háskólastofnanir

Skólar þurfa að vera vel á verði ef sjúkdómar koma upp, og þurfa einnig að bregðast við þrýstingi frá foreldrum og starfsmönnum um að halda húsnæðinu lausu við smit. Mesta hættan á smiti stafar af yfirborðsflötum sem margir hafa snert.

Nemendagarðar • Kennslustofur • Íþrótta- og tómstundaaðstaða

Leikskólar og dagvistun barna
Börn í dagvistun hafa tilhneigingu til að ná sér í og dreifa fjölda gerla vegna þess að þau eru í nánum samvistum hvert við annað og deila leikföngum, áhöldum og leiksvæðum. Foreldrar geta því haft fullgilda ástæðu til óróa yfir því að senda heilbrigt barn í dagvistun og sækja það í lok dags með kvef eða verri sýkingar.
Leikherbergi • Leikföng • Matar- og hvíldarsvæði • Lista- og handíðasvæði • Skiptisvæði, vaskar og salerni

Hótel og gisting

Á gistihúsum er alltaf stefnt að 100% herbergjanýtingu. Þess vegna gista fjölmargir og ólíkir viðskiptavinir í sama herbergi á hverju ári. Af þessum sökum getur verið að finna gríðarlegt magn gerla og annarra sýkla í slíkum herbergjum. Við þetta bætist að sum herbergi  geta borið ummerki eftir viðskiptavini (sígarettur o.fl.). Árangursrík sótthreinsun tryggir fyrst og fremst að allir nýir gestir komi að heilsusamlegu umhverfi og að allri óþægilegri lykt hafi verið eytt.

Hótel • Gistihús • Sumarhús og bústaðir • Heimagisting • Farfuglaheimili • Þjónustuíbúðir

Veisluþjónusta

Allir fletir sem geta komist í snertingu við hendur eða matvæli valda mikilli hættu á víxlmengun og safna að sér og dreifa öllum tegundum sýkla. Fletir sem hér er um að ræða eru meðal annars skurðarbretti, afgreiðsluborð, ísskápar og eldhúsáhöld. Til að lágmarka smithættu er mikilvægt að sótthreinsa reglulega allt sem kemst í snertingu við matvæli.

Veitingastaðir • Framleiðslurými matvæla • Eldhús á hótelum og veitingastöðum

Líkamsræktarstöðvar

Hreinlæti er mjög mikilvægt öllum þeim sem sækja líkamsræktarstöðina þína. Viðskiptavinir gera ráð fyrir að ræktin sé laus við sýkla. Sturtur, gólf, búningsklefar, snyrtingar og líkamsræktartæki eru staðirnir sem valda mestri smithættu vegna þess hversu margir fara þar um og nota búnaðinn. Mikilvægt er að hafa þetta í huga vegna þess að sumar kvef- og flensuveirur geta lifað á yfirborðsflötum í allt að 72 klukkustundir.

Öll líkamsræktarsvæði • Æfingastúdeó • Hvers kyns búnaður • Búningsherbergi • Gufuböð og eimböð

Vinnuumhverfi

Starfsmenn vinna í miklu návígi hver við annan og deila meðal annars vinnurými, búnaði og verkefnum. Náin samskipti af því tagi auka hættuna á gerla- og veirusmiti á milli manna, og af yfirborðsflötum til manna. Hversu margir mega veikindadagarnir verða í þínu fyrirtæki?

Hvers kyns vinnusvæði • Vinnustöðvar • Skrifborð • Stólar • Kaffistofa

Dýralæknar

Dýralæknar og aðstoðarfólk þeirra annast fjölda dýra á hverjum degi og geta því átt á hættu að smitast sjálf af ýmsum alvarlegum sjúkdómum eða bera smit til annarra „sjúklinga“ sinna. Þegar mismunandi tegundir og kyn gæludýra fara um stofuna verður mikil hætta á smiti á fjölförnum stöðum á borð við móttöku, skoðunarherbergi og skýli.

Móttökuborð og biðstofa • Skoðunarherbergi • Umönnunarsvæði • Snyrting, vaskar og salerni • Búr og skýli

Samgöngur

Hraður og stöðugur vöxtur vöru- og fólksflutninga skapar kjörið umhverfi fyrir skjóta dreifingu sýkla og víxlmengun örvera. Þetta getur verið allt frá ferð með leigubíl til daglegra ferða með almenningssamgöngum og upp í ferjur sem flytja fjölda manns daglega. Öflug sótthreinsun allra samgöngutækja dregur verulega úr áhættu vegna gerla og hjálpar til við að verja ferðamenn, farþega sem og starfsfólk.

Almenningsfarartæki og einkabílar • Strætisvagnar og rútur • Leigubílar • Flugvélar • Farþegaskip • Bátar og snekkjur • Ferjur • Sjúkrabílar

Búskapur og fiskeldi

Býli og fiskeldisstöðvar eru kjörlendi gerla og gera þeim auðvelt fyrir að fjölga sér. Ef það gerist getur það leitt til sýkingar sem hefur í för með sér mikla hættu fyrir alifugla, fisk eða bústofn. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir eigendur, birgja og viðskiptavini. Lausnin frá Sanondaf drepur í báðum tilvikum 99,99% allra gerla og tryggir þannig að áhættunni er haldið í algeru lágmarki.

Nautgripabú / svínabú / sauðfjárbú • Fiskeldi • Alifuglabú • Dýrasjúkrahús • Dýra- og fuglagarðar • Landbúnaðarsýningar